Halldór Þ. Þorsteinsson hdl., LL.M.
Halldór er fæddur árið 1985 og starfar sem lögmaður hjá AM Praxis. Halldór lauk B.Sc. í viðskiptalögfræði og M.L. (Magister Legum) frá lagadeild Háskólans á Bifröst. Halldór var skiptinemi við Shanghai háskóla í Kína hvar hann lagði stund á alþjóðlega viðskiptalögfræði með áherslu á Kína. Halldór var Monbukagakusho styrkþegi (skólastyrkur japanskra stjórnvalda) við Kyushu háskóla í Japan og hefur LL.M. gráðu í alþjóðlegum efnahags- og viðskiptarétti, með sérhæfingu í Venture Capital fjármögnun annars vegar og orku-, fjárfestinga- og umhverfisrétti hins vegar. Halldór gengdi embætti varaformanns Nomos, félags laganema við Háskólann á Bifröst 2011-2012 og sinnti formennsku í Málfundafélagi Nomos sama ár. Þá var Halldór aðstoðarkennari í skaðabótarétti árið 2012.
Halldór hefur starfað hjá Iðnaðarráðuneytinu, Flugmálastjórn og LOGOS lögmannsþjónustu.