Legal services since 1941
Helga er fædd árið 1987 og starfar sem lögmaður hjá AM Praxis. Helga útskrifaðist sem stúdent frá Verzlunarskóla Íslands árið 2007. Helga lauk BA prófi frá lagadeild Háskólans í Reykjavík vorið 2010 og ML prófi vorið 2012. Hún sat í ritstjórn Tímarits Lögréttu skólaárið 2009-2010. Helga var Jasso Honors styrkþegi við Kyushu háskóla í Japan og lauk þaðan LL.M. gráðu í alþjóðlegum efnahags- og viðskiptarétti árið 2014 með áherslu á viðskiptabrot innan fjármálafyrirtækja og alþjóðlegan samninga- og kröfurétt. Helga varð héraðsdómslögmaður árið 2016. Helga er varamaður í stjórn Samkeppniseftirlitsins.
Áður starfaði Helga hjá Veitu innheimtuþjónustu (nú Momentum) og sem fulltrúi hjá JP lögmönnum.
Halldór er fæddur árið 1985 og starfar sem lögmaður hjá AM Praxis. Halldór lauk B.Sc. í viðskiptalögfræði og M.L. (Magister Legum) frá lagadeild Háskólans á Bifröst. Halldór var skiptinemi við Shanghai háskóla í Kína hvar hann lagði stund á alþjóðlega viðskiptalögfræði með áherslu á Kína. Halldór var Monbukagakusho styrkþegi (skólastyrkur japanskra stjórnvalda) við Kyushu háskóla í Japan og hefur LL.M. gráðu í alþjóðlegum efnahags- og viðskiptarétti, með sérhæfingu í Venture Capital fjármögnun annars vegar og orku-, fjárfestinga- og umhverfisrétti hins vegar. Halldór gengdi embætti varaformanns Nomos, félags laganema við Háskólann á Bifröst 2011-2012 og sinnti formennsku í Málfundafélagi Nomos sama ár. Þá var Halldór aðstoðarkennari í skaðabótarétti árið 2012.
Halldór hefur starfað hjá Iðnaðarráðuneytinu, Flugmálastjórn og LOGOS lögmannsþjónustu.
Reynir er fæddur árið 1956 og lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands árið 1982. Að námi loknu stofnaði Reynir eigin lögfræðiþjónustu og árið 1983 gekk hann til samstarfs við Baldvin Jónsson hæstaréttarlögmann og saman stofnuðu þeir lögmannsstofu Baldvins og Reynis. Reynir varð héraðsdómslögmaður árið 1986 og hæstaréttarlögmaður árið 1996. Árið 1992 gengu Reynir og Baldvin til liðs við feðgana Jónatan Sveinsson hrl. og Hróbjart Jónatansson hrl. og ráku þeir saman Almennu málflutningsstofuna um árabil, sem síðar varð AM Praxis. Síðar tók Reynir yfir rekstur skrifstofunnar. Reynir lauk námi frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands í viðskipta- og rekstarfræði vorið 2000.
Reynir hefur víðtæka reynslu af málflutningi og annarri lögfræðiþjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki þ.m.t. fjármálafyrirtæki og opinberar stofnanir.