Reynir Karlsson hrl.
Reynir er fæddur árið 1956 og lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands árið 1982. Að námi loknu stofnaði Reynir eigin lögfræðiþjónustu og árið 1983 gekk hann til samstarfs við Baldvin Jónsson hæstaréttarlögmann og saman stofnuðu þeir lögmannsstofu Baldvins og Reynis. Reynir varð héraðsdómslögmaður árið 1986 og hæstaréttarlögmaður árið 1996. Árið 1992 gengu Reynir og Baldvin til liðs við feðgana Jónatan Sveinsson hrl. og Hróbjart Jónatansson hrl. og ráku þeir saman Almennu málflutningsstofuna um árabil, sem síðar varð AM Praxis. Síðar tók Reynir yfir rekstur skrifstofunnar. Reynir lauk námi frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands í viðskipta- og rekstarfræði vorið 2000.
Reynir hefur víðtæka reynslu af málflutningi og annarri lögfræðiþjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki þ.m.t. fjármálafyrirtæki og opinberar stofnanir.